Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Er það víst, er sumir segja

1. Er það víst, er sumir segja,
sérhver geti frelsi náð?
Fyllst af gleði maður, meyja,
meiri en vér getum tjáð?

Kór: Reyn það sjálfur, reyn það nú,
reyn þú frelsið byggt á trú.
Frið og gleði færðu, vinur.
En reyn það sjálfur, reyn það nú.

2. Mun það satt, að megni Drottinn
mig að leysa efa frá?
Mig, sem greini varla vottinn
vonar neinnar jörðu á?

3. Ég, sem kraftlaus, krankur tíðum
kvarta oft í mótgangsbyr?
Er það satt, að enn Guð lýðum
andans gefi kraft sem fyr?

4. Getur Drottinn varðveitt veika,
varðveitt breyskan, eins og mig?
Fjöloft sem í freisting reika,
fast mér haldið þó við sig?

Herbert Brander – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi