Eyðimörk þú gengur
1. Eyðimörk þú gengur föðurhúsum fjarri
finnur engan hvíldarstað, hjarta Jesú hryggir það.
Kom til hans, ó, vinur, Kristur er svo nærri
krossi Jesú flýðu þegar að.
Kór: Ó, kom heim, ó, kom heim
fyrr en myrkrið fellur yfir, ó, kom heim.
Meðan hliðið opið er, ó, minn vinur, flýttu þér.
Kom þú, kom þú, kom til Drottins heim.
2. Vegur syndarinnar víst í myrkur leiðir
veldu Krist, veldu hann nú, skrefið þegar tak í trú.
Sæti glæst á himnum sonur Guðs þér reiðir
sælu guðdómlega eignast þú.
3. Heimsins brunnar aldrei sálu þinni svala
svölun enga gefa þeir, Jesús gefur miklu meir.
Lífsnáð þar þú finnur, lind sem um má tala
lind, er svalar þyrstum, veikum reyr.
Elsa Eklund – Ásmundur Eiríksson
finnur engan hvíldarstað, hjarta Jesú hryggir það.
Kom til hans, ó, vinur, Kristur er svo nærri
krossi Jesú flýðu þegar að.
Kór: Ó, kom heim, ó, kom heim
fyrr en myrkrið fellur yfir, ó, kom heim.
Meðan hliðið opið er, ó, minn vinur, flýttu þér.
Kom þú, kom þú, kom til Drottins heim.
2. Vegur syndarinnar víst í myrkur leiðir
veldu Krist, veldu hann nú, skrefið þegar tak í trú.
Sæti glæst á himnum sonur Guðs þér reiðir
sælu guðdómlega eignast þú.
3. Heimsins brunnar aldrei sálu þinni svala
svölun enga gefa þeir, Jesús gefur miklu meir.
Lífsnáð þar þú finnur, lind sem um má tala
lind, er svalar þyrstum, veikum reyr.
Elsa Eklund – Ásmundur Eiríksson