Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Fæ ég á krossi

1. Fæ ég á krossi og kórónu skipta,
kvaddur þá verð ég í himininn inn?
Fæ ég þá ljóshvelin sortanum svipta,
sjá þig, ó, dýrðlegi frelsari minn?

Kór: Fæ ég á krossi og kórónu skipta,
krossvegur minn þegar endar loks hér?
Fæ ég og hörpunni himnesku lyfta
heilagur múgur þá frelsarann sér?

2. Fæ ég að sjá þar í friðheimi skarta
frelsingja nokkurn, sem Kristi ég vann?
Fæ ég, þá eilífðin upprennur bjarta
upphefja lambið, sem dýrast ég ann?

3. Kvörtunarlaust vil ég krossinn minn bera,
kvartaði aldregi Jesús, Guðs son.
Keppi ég eftir, sem kristnum ber gera,
kórónu lífsins, ó, dýrðlega von!

Samuel Gullberg – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi