Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Flýt þér til Jesú

1. Flýt þér til Jesú, friðvana sál,
flýt þér, því gatan er tæp og hál.
Heyrirðu´ ei Jesú himneska mál:
“Harmandi sál, ó, kom!”

Kór: Dýrðleg, dýrðleg, dýrðleg  sælustund,
Drottni með að eiga gleðifund.
Handan við grafar húmuð sund
himneskri sælu í!

2. ,,Komið þið allir”, kallar hann blítt,
komið og sjáið, allt verður nýtt!
Unað í breytist allt, sem var strítt,
angraða sál, ó, kom!

3. Enn kallar Jesús á þig í dag,
áður en kemur þitt sólarlag.
Frelsarinn líf þitt færir í lag,
flýt þér til hans, ó, kom!

G. F. Root – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi