Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Frá Jesú krossi

1. Frá Jesú krossi kemur svo kröftug dreyra lind,
sem friðar hjörtun hrelldu og hreinsar oss af synd.
Sú lindin himinhreina er herrans Jesú blóð.
Ó, krjúpið þreyttu þjóðir, við þetta náðar flóð!

Kór: Sjá :,: Jesú dreyra dropar :,: þeir lækna mig,
þeir lækna þig, Jesú dreyra dropar.

2. Um allar álfur streymir sú undraverða lind,
er flytur líf og lækning og laugar burtu synd.
Hún andans unað glæðir, með ilmi hreinleikans,
og hjartans hafís bræðir með hita kærleikans.

3. Ég þrái hjartans hreinleik og hvíld og sálarfrið,
sem engin heill né huggun í heimi jafnast við.
Ó, hríf þú burt og hreinsa, Guðs heilög náðarlind,
það allt, sem andann saurgar, og alla mína synd.

J. C. Bateman  - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi