Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Frelsara mínum vil ég fylgja

1. Frelsara mínum vil ég fylgja´ í vöku´ og draum,
fagran gegnum blómsturdal, með altærum straum.
Í hans fótspor feta vil ég bæði út og inn,
uns ég sigurlaun og dýrðarkrónu vinn.

Kór: Ég vil fylgja frelsaranum Jesú,
hæða til, fús ég vil honum fylgja hér.
Ég vil fylgja frelsaranum Jesú,
hvert sem hann oss leiðir, honum fylgja ber.

2. Frelsara mínum vil ég fylgja straumi gegn,
fylgja honum gegnum storm og dynjandi regn.
Mæti þúsund hættur hér, mig enginn ótti slær
ef minn frelsari og Drottinn mér er nær.

3. Lausnara mínum vil ég fylgja´ um fjöllin há,
faðma hann í anda ljúft og dvelja honum hjá.
Hann mig leiðir sama veg, er sjálfur gekk hann fyrr sæluhæða til, hvar ljóssins opnast dyr.

W. O. Cushing – Sigurbjörn  Sveinsson

Hljóðdæmi