Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Frelsi í Jesú má finna

1. Frelsi í Jesú má finna
fallin og örmagna þjóð.
velþóknun föðurins vinna
veitist oss fyrir hans blóð.

Kór: :,: Jesús er einn :,:
sem getur frelsað og fundinn er hreinn.
:,: ,Jesús er einn, :,:
sem getur frelsað, og fundinn er hreinn.

2. Gef honum hug þinn og hjarta
hlýð þú og ver eigi seinn.
Framtíðar fullsælu bjarta
frelsarinn veitt getur einn.

3. Sigur í sorgum hann veitir
sárum hans í ert þú hreinn.
Hvað sem í heiminum þreytir
hjálpa vill frelsarinn einn.

4. Flýirðu´ ei freistarans leiðir
fellir þig hrösunarsteinn.
Nú Drottinn náðarborð reiðir
náð býður frelsarinn einn.

E. R. Lotta - Kristín Sæmunds

Hljóðdæmi