Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Frelsuð í faðmi Jesú

1. Frelsuð í faðmi Jesú,
frelsuð hans hjarta við,
óhult þar önd mín hvílir,
eilífan hefir frið.
Heyri ég hljóminn engla,
himneskan unað tjá,
yfir þær unaðs strendur,
yfir þann Jaspis sjá.

Kór: Frelsuð í faðmi Jesú,
frelsuð hans hjarta við,
óhult þar önd mín hvílir,
eilífan hefir frið.

2. Frelsuð í faðmi Jesú,
frelsuð af lögmáls sekt,
frelsuð í freisting hverri,
frelsuð af synd og nekt.
Ókvíðin öllum sorgum,
öll eru gróin sár,
óhult í örmum Jesú,
engin mig hrella tár.

3. Jesús er hlífð míns hjarta,
hann, sem að líknar mér.
Frelsisins bjargið bjarta!
Ég byggi mitt traust á þér.
Sál mín vill örugg una,
alsæl við þína hönd,
þar til að lífsins ljómi
lýsir af gylltri strönd.

Fanny Crosby - Þýðandi óþekktur

Hljóðdæmi