Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Fyll vor hjörtu

1. Fyll vor hjörtu, herra Jesús,
hvítasunnu eldi með,
að vér fáum eins og forðum,
ótal sálna vakning séð.

Kór: Úthell þínum anda, herra,
yfir hverja þyrsta sál.
Kveik í vorum hjörtum, herra,
heilagt  kærleiks  undrabál.

2. Lát, ó, Jesús, eld þíns anda
eyða drambi, hroka, synd.
Og frá himni lát oss ljóma,
ljúfi Jesús, þína mynd.

3. Herra Jesús, herra Jesús
hjartna vorra kóngur ver.
Leið oss, ver oss allt í öllu,
allt vort líf vér helgum þér.

4. Musteri þíns ástaranda
erum vér, ó, herra kær,
Fyll oss, Drottinn, dýrðarkrafti,
drag þú vora sál þér nær.

5. Góðar eru gjafir þínar,
guðdómlega hrein þín ást.
Ljúfi Jesús, lækna sjúka,
lát þitt ríki´ á jörðu sjást!

Kór: Herra Guð, þú heyrir bænir,
heiður, lof og dýrð sé þér!
Elska þín er himni hærri,
hafi dýpri náð þín er.

Eric Bergqvist – Sigurbjörn  Sveinsson.

Hljóðdæmi