Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Gef Jesú þinn hug

1. Gef Jesú þinn hug og þitt hjarta
og heiminum snúðu þér frá.
Með Jesú er brautin lífs bjarta,
þar blessun og náð muntu fá.

2. Ó, æska, þú gleðst og þú girnist
og glaumurinn tælir æ þig.
En vit, þetta fölnar og fyrnist
og færir Guðs dóm yfir sig.

3. Í Jesú er griðstaður gefinn
þar ganga má hver inn sem vill.
Við frelsarans brjóst flýr þig efinn,
lát frelsast, ei gæfunni spill.

4. Ó, vinur, þitt val gerðu núna
og veldu því Jesúm í dag.
Þú allt færð, ef öðlastu trúna,
þá annast mun Jesús þinn hag.

Anders Nilson – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi