Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Gef mér drekka

1. Gef mér drekka, Guð, af þínum lindum,
gef mér andans hvítasunnudag.
Sól er yfir Síonfögru tindum,
send mér fylling þína - af ei drag!
Dýpra mig í duftið vil ég beygja,
Drottinn, taktu allt mitt sjálflíf burt.
Kveð ég allt, við krossinn vil ég þreyja,
Kristur, gefðu vorskúr þinni jurt.

2. Þótt það kosti þrefalt fórnir meiri,
það skal látið, ef þú gefur mér
andans skírn og andans gjafir fleiri,
á altarið, Guð, ég legg mig hér.
Fyrirheit þín, faðir, eru gefin,
fyrnast geta aldrei loforð þín.
Hjartað trúir, hrekkur burtu efinn,
Heilags anda gjöfin er til mín.

3. Gef mér drekka, Guð, af þínum lindum,
gef mér andans hvítasunnudag.
Send mér ferskan sveip af þínum vindum
svo ég öðlist fegri trúar brag.
Brjóst mitt svellur blessun þinni móti,
barnið þráir drykk, er svalar því.
Djörfung svo og dýpra líf ég hljóti,
Drottinn, skír mig fylling þinni í.

Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi