Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Góði Jesús gakk ei framhjá

1. Góði Jesús gakk ei framhjá,
gef mér bænasvar.
Herra' í þínu helga nafni
hjálpin alltaf var.

Kór: Góði Jesús, gef mér svar frá þér.
Er þú aðra örlátt blessar, ei þú gleymir mér.

2. Lát við hástól helgrar náðar
hjartað finna ró.
Þegar hryggð minn huga grípur,
herra, gef mér fró.

3. Þú ert gleðilindin ljúfa,
lífið fyrir mig.
Hirði ég ei um heim né jörðu,
hafi' ég aðeins þig.

Fanny J. Crosby – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi