Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Gott er að vera

1. Gott er að vera í Guðsbarnahjörð.
Guð sendi Jesúm hingað á jörð,
til þess að frelsa tapaðan sauð,
til þess að miðla himneskum auð.

Kór: Hann er mín gleði, hann er mitt skjól,
hann er mitt líf og unaðarsól,
náð sína´ og blessun býður hann mér,
brúðgumi sálar minnar hann er.

2. Allt gaf ég honum, eilífa náð
aftur af Jesú hefi ég þáð,
huggun og blessun, heilaga fró,
himneska gleði, eilífa ró.

3. Glaður ég hvíli herrans í hönd,
himneska blessun teigar mín önd.
Jesús er allt, en ekkert ég er,
upp að hans brjósti halla ég mér.

4. Heilögum anda önd mín er skírð,
yfir mig streymir kærleikans dýrð,
himneskan eld í anda ég finn,
af því að hann er ljósgjafi minn!

Fanny Crosby – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi