Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Guð er hér

1. Guð er hér sinn hóp að blessa,
heyrið sæla gleðifregn.
Hann frá sínum himni lætur
hníga eilíft náðarregn.

Kór: Náðarstrauma nýja, hreina
niður drjúpa lætur þú.
Sjá, vér bíðum, sjá, vér bíðum,
send oss blessun þína nú.

2. Guð er hér, til hans vér mænum
hér í bæn og sannri trú.
Gef oss meira, gef oss meira,
Guð, af þínum anda nú.

3. Drottinn, vinur vor og faðir,
vorar bænir heyrir þú,
alheilagan eld frá hæðum
í vor hjörtu send oss nú.

4. Ljúk upp þínum líknarhimni,
löngun vora skilur þú.
Andans kraft og ást og blessun
yfir oss lát streyma nú.

James Black (Fanny Crosby) – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi