Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Guðs akrar hvítir

1. Guðs akrar hvítir eru nú,
svo út í starfið gakk í trú!
Kom fljótt, Guðs barn, í flokk með þeim,
sem færa hveitibundin heim.
Lát ekkert megna´ að aftra þér
en aðeins trúr mót Guði ver.
Þótt komið virðist haustsins húm
í  hlöðum Drottins enn er rúm.

Kór: Ó, það vantar akurmenn,
akrar Drottins bíða.
Ef ei þangað út þú ferð
ótal sálir líða.
Tíminn líður frá þér fljótt,
far þú áður kemur nótt.
Óðum flýr, óðum flýr,
uppskerunnar tíð!

2. Sjá, hversu vindur haustsins hlær,
með hretum sífellt öxin slær.
Og vetrar nálgast öflin æ,
það er í hættu sérhvert fræ.
Senn vefur héla sérhvert strá,
sumarsins blómstur falla´ í dá.
Margt dýrðlegt fræ þó dafni fljótt,
það deyr á fyrstu hélunótt.

3. Hugsaðu ei: ég ekkert kann,
því allan vísdóm gefur hann.
Þú átt ei heldur eigin mátt,
en andans kraftur ber þig hátt.
Þú skelfing enga óttast þarft,
þó eitthvað kunni að mæta hart,
því hann er sjálfur hlíf og skjól,
en hugsa um það, sem Guð þér fól.

Jónas S. Jakobsson

Hljóðdæmi