Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Guðs ástvinir innan skamms

1. Guðs ástvinir innan skamms
sér una við Jesú hlið.
Úr sérhverri átt þeir safnast til hans
og sitja þar borð hans við.
Þeir horfa á auglit hans
í himneskri morgundýrð.
Taka þátt í sælum söng,
þar sorg ei finnst né rýrð.

Kór: Þeir koma frá kólgu hafs,
þeir koma frá þyrnibraut,
frá hátindi fjalls, úr húmskuggum dals
í himinsins dýrðarskaut.
Í friðarins fögru hæð
þar faðma þeir brúðgumann,
hann, sem öllum frelsi´ og fró
með fórnardauða vann.

2. Þar lýsir hans líknarsól
svo ljómandi náðarbjört.
Þar þekkist ei synd, þar þekkist ei neyð,
þar þekkist ei nóttin svört.
Sjá, allt er þar orðið nýtt
og af er hið gamla máð,
aðeins drottnar yndisró
og eilíf guðdóms náð.

3. Og ástvini okkar þar,
á undan sem fóru heim,
hjá Jesú í dýrð vér senn munum sjá,
í sælunnar bjarta geim.
Og þar leiðir vinur vin
um vorfögur pálmagöng,
himnaskarar hörpur slá
með helgum gleðisöng.

Thoro Harris - Þýðandi  óþekktur

Hljóðdæmi