Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Guðs blóði keypti barnaher

1. Guðs blóðikeypti barnaher,
hans boði frelsisráð.
Og fyrr en nóttin fellur á
vér fáum sigri náð.
Nú göngum fram með glöðum hug,
mót grimmum Satans her.
Vort sigurtákn er trúin björt,
í  trúnni sigrum vér.

Kór: :,: Trú er vort sigurtákn :,:
Það dýrðlega sigurtákn,
sem yfirvinnur allt.

2. Hans fáni blaktir yfir oss,
hans orð er sverðið beitt.
Þar hetjum Guðs svo undra oft
var örugg hjálpin veitt.
Þeir sigur unnu´ í krafti Krists,
sá kraftur býðst oss nú.
Þeir áttu blóðsins undramátt
og óbilandi trú.

3. Á allar hliðar enn er stríð
og andúð feikna sterk.
Oss Satan æðir sífellt mót,
þó sigrar Drottins verk.
Því inn við Jesú unda kross
vér eigum máttarlind.
Þar hörfar Satan undan oss,
þar engin grandar synd.

John H. Yates - Konráð Þorsteinsson.

Hljóðdæmi