Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Guðs börn þau stefna

1. Guðs börn þau stefna að himinsins höll,
hvort ert þú með? hvort ert þú með?
Ung jafnt sem gömul, en Guð hrifin öll.
Hvort viltu verða með?

Kór: Hærra mót sólfögrum hæðum þau ber
heim bráðum komin þar Guðs dýrðin er.
Kórónu lífsins þá krýnumst öll vér.
Ó, hvort viltu verða með?

2. Mætir oft þrenging á mjóum lífs stig
vinn þína sál, vinn þína sál.
Hlustaðu, frelsarinn hann kallar þig
hygg að, vinn þína sál.

3. Dánarstund kemur og dómurinn senn
hugleiddu það, hugleiddu það.
Frelsarinn býður þér frelsisnáð enn,
flýðu krossinum að.

4. Kom, kom, já, fylg mér til friðarins lands,
heim stefnum vér, heim stefnum vér.
Senn þar vér hljótum öll sigursins krans,
sælan hvar dýrðleg er.

Nathaniel Cronsioe – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi