Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Guðs fyrirheit standa

1. Guðs fyrirheit standa svo föst og svo trygg,
í fortíð sem nútíð jafn sönn.
Ég Guðs náð og kærleik á Golgata þigg,
þar gerist ég hreinn eins og fönn.

Kór: :,: Guðs fyrirheit finnast í dag, :,:
Guðs fyrirheit standa um aldir og ár
og eru jafn bjargföst í dag.

2. Guðs fyrirheit benda til frelsarans kross
þar frelsið er sérhverjum tryggt,
því Jesús hann dó fyrir öllsömun oss,
á orði Guðs þetta er byggt.

3. Guðs fyrirheit grundvalla frelsarans blóð
svo fullkomin tryggingin er.
Nú syndugum mönnum af sérhverri þjóð
býðst sáttargerð föðurins hér.

4. Guðs fyrirheit lýsa frá fornaldarhyl
þar fengu Guðs menn æ sinn þrótt,
og dýrð þeirra ljómar allt dags Jesú til,
þá dagar af harmsorta nótt.

Elsa Eklund – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi