Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Guðs sonur einn

1. Guðs sonur einn með særða hönd
þín synda leyst öll getur bönd.
Við blóð hans aðeins frið þú fær,
svo fram þú gakk og Jesú nær!

Kór: :,: Já, þreng þér fram :,:
Haf sterka trú í stormsins raust!
:,: Já, þreng þér fram :,:
og set á Guð þitt sálartraust!

2. Hann ljúft og milt vill leiða þig
og láta þig fá skilja sig.
Svo götu hvar sem gengur þú
um Guð þú megir vitna´ í trú.

3. Hinn vondi æskir véla þig,
samt vill hann alltaf dylja sig.
En fót þinn getur frelsað Guð
og fylgt þér heim í alfögnuð.

4. Til föður heim þinn feta veg,
því fararheill er guðdómleg!
Þú skunda mátt, því skjótt er nótt,
í  skýjum kemur Jesús fljótt!

George H. Hicks – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi