Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hans blessuðu rödd

1. Hans blessuðu rödd ég þekki:
,,Mitt barn, viltu fylgja mér?
Og hika þú hræddur ekki,
ef heimta ég fórn af þér?
Mitt auglit skal veginn þér vísa,
og vernda þig hættum frá.
Mitt himneska ljós skal lýsa,
og lífsveg þinn geislum strá”.

2. Að afneita heimsins gæðum,
það ávinning tel ég mér,
að tilbiðja Guð á hæðum,
það hlutskipti dýrðlegt er.
Því vil ég, ó, Guð minn, þér gefa
með gleði það, sem ég á.
Ég náð þína aldrei efa,
um eilífð ég dvel þér hjá.

3. Í eilífum náðarskærleik
þín ásjóna ljómar mér,
ég lifi í þínum kærleik,
ó, lát mig ei gleyma þér!
Þín himneska fegurð mig hrífur,
ó, hjartkæri Jesús minn,
í  bæn til þín sál mín svífur,
og svölun hjá þér ég finn.

4. ,,Mitt ástkæra barn, sem biður,
ég bæn þína heyra skal,
og til þín ég horfi niður
í  táranna skuggadal.
Sjá, elskunnar ársólin heiða
á  eilífðar blómgrund skín,
og þangað ég þig vil leiða,
því þar unir hjörðin mín.”

Henrik  Schuger  -  Sigurbjörn  Sveinsson.

Hljóðdæmi