Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hefirðu eigi enn fyrir Jesú

1. Hefirðu´ eigi enn fyrir´ Jesú
opnað þínar hjartadyr?
Hann, sem þér til lausnar lagði
líf sitt, kallar enn sem fyr.

Kór: Jesús, æðstur Drottinn dýrðar,
dyr þíns hjarta læstar fann.
Ef þú tefur, upp ei lýkur,
aftur frá þér gengur hann.

2. Vilt þú lengur hýsa heiminn,
hverfult glys og ónýtt prjál?
Útiloka harðri hendi
hann, sem dó fyrir´ þína sál?

3. Hefirðu´ ennþá ekki tíma,
er þig kallar frelsarinn?
Nú er stundin, nota hana,
náðin býðst þér, vinur minn.

4. Opna Jesú hug og hjarta,
honum bjóð þú inn í dag.
Áður frá þér andinn hverfur,
eilíft kemur sólarlag.

El Natan - Kristín Sæmunds.

Hljóðdæmi