Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Heilagt merki hefja skalt

1. Heilagt merki hefja skalt,
hvergi undan renn.
Guði helga afl þitt allt,
sem áður Daníels menn.

Kór: Djarfur eins og Daníel
Drottins hjálpar bíð.
Krossins mátt og köllun þína
kynntu öllum lýð.

2. Margir flýðu, fóru lágt,
fallnir liggja senn.
Krossinn ei þeir hófu hátt
sem hraustir Daníels menn.

3. Hræðumst eigi fjendafans,
freistinganna her.
Drottins hetjum heiðurskrans
á  himni geymdur er.

P. P. Bliss - Kristín Sæmunds.

Hljóðdæmi