Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Heilagur kærleikur Guðs

1. Heilagur kærleikur Guðs!
Syng um hann, syng á ný!
Heilagur kærleikur Guðs
sigrar hvert sorgarský.
Englarnir söng um hann sungu,
samglöddust hirðarnir ungu,
hrærir við hjarta og tungu,
heilagur kærleikur Guðs!

Kór: Heilagur, heilagur, heilagur,
heilagur kærleikur Guðs!

2. Máttugur kærleikur Guðs
elskar þig eins og mig.
Máttugur kærleikur Guðs
umlykur ætíð þig.
Kom til Guðs lifandi linda,
láttu ei heiminn þig binda.
Vit, að þig megnar ummynda
máttugur kærleikur Guðs.

3. Dýrðlegur kærleikur Guðs,
innt bert frá enginn fær.
Dýrðlegur kærleikur Guðs,
taktu mig nær þér, nær.
Frjáls brátt frá freistingum öllum,
frjáls og frá breyskleika göllum,
skal ég í himnanna höllum
hátt lofa kærleika Guðs.

Höfundur óþekktur – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi