Heimsneyðin vex
1. Heimsneyðin vex, en hljómar þó
himneski söngurinn.
Flytur hann mönnum frið og ró,
frelsið í sálir inn.
Syngjum hann vítt um sorgar láð,
syrgjendum ber hann yl.
Sönginn um Jesú sönnu náð
syndugra manna til.
Kór: Lofum, lofum Guð nú,
lausnarann sendi hann.
Ljúf og lifandi trú,
lýsir upp hjartarann.
Hljóma dýrð Guði skal, yfir lönd, yfir sjá.
Lofið konunginn konunga, stór og smá.
2. Niður í heimsins neyð og sorg
náðugur Jesús sté.
Heilagur Guð frá himna borg
hlaut fyrir kvöl og spé.
Kom til að gefa líf og ljós,
lifandi reisa brú.
Heim í Guðs dýrð frá heljarós,
heilaga, bjarta trú!
3. Gakk þú til villtra,
greindu þeim Guðs sonur elski þá.
Leið þá til föðurhúsa heim,
hjálpræðið margir þrá.
Bentu þeim Jesú benjar á,
blessaðan lífsins veg.
Böndin og okin bresta þá,
björgun hlýst guðdómleg.
Elsa Eklund – Ásmundur Eiríksson
himneski söngurinn.
Flytur hann mönnum frið og ró,
frelsið í sálir inn.
Syngjum hann vítt um sorgar láð,
syrgjendum ber hann yl.
Sönginn um Jesú sönnu náð
syndugra manna til.
Kór: Lofum, lofum Guð nú,
lausnarann sendi hann.
Ljúf og lifandi trú,
lýsir upp hjartarann.
Hljóma dýrð Guði skal, yfir lönd, yfir sjá.
Lofið konunginn konunga, stór og smá.
2. Niður í heimsins neyð og sorg
náðugur Jesús sté.
Heilagur Guð frá himna borg
hlaut fyrir kvöl og spé.
Kom til að gefa líf og ljós,
lifandi reisa brú.
Heim í Guðs dýrð frá heljarós,
heilaga, bjarta trú!
3. Gakk þú til villtra,
greindu þeim Guðs sonur elski þá.
Leið þá til föðurhúsa heim,
hjálpræðið margir þrá.
Bentu þeim Jesú benjar á,
blessaðan lífsins veg.
Böndin og okin bresta þá,
björgun hlýst guðdómleg.
Elsa Eklund – Ásmundur Eiríksson