Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Heimur í syndinni sefur

1. Heimur í syndinni sefur,
en Ísraels Guð vakir þó,
öllum, sem iðrast, hann gefur,
sitt eilífa frelsi og ró.
Himnanna hersveitir tigna
sinn herra við ljósdýrðar sæ.
Pálmar þar sígrænir svigna
í  sólríkum himnanna blæ.

2. Soninn til jarðar hann sendi,
hann saklaus á krossinum dó,
freistarans fjötra hann brenndi,
og frelsi þeim glötuðu bjó.
Sár vor hann sjálfur vill græða,
vor synd er að eilífu gleymd.
Glaðir vér horfum til hæða,
á  himni vor laun eru geymd.

3. Ó, hversu ástblítt hann kallar:
,,Mitt elskaða barn, kom til mín,
syndirnar afnem ég allar
og andlegu sárindin þín.
Sár þinnar sálar að græða
ég sendi í Getsemane
brennheitar bænir til hæða,
og sárhryggur kraup þar á kné”.

4. Gjöld vorra synda hann greiddi
og græddi vor blæðandi sár.
Jesús til ljóssins oss leiddi,
nú ljómar oss himinninn blár.
Síðar í sælunnar löndum,
vér syngjum með útvaldra þröng,
glaðir með hörpur í höndum
vorn himneska lofgerðarsöng.

5. Tilbeiðslan tilheyrir Drottni
og tignin og dýrðin er hans.
Brothætta glerið þótt brotni,
hann ber oss til sælunnar lands.
Bráðum mun básúnan óma,
og bráðum mun enda vort stríð,
hátt skal vor lofsöngur hljóma
á  himni um eilífa tíð.

Höfundur óþekktur -  Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi