Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Helgasta, hreinasta

1. Helgasta hreinasta heitið er einasta
Jesús, er nokkurs manns tunga fær tjáð.
Þrungið af kærleika, þrungið af skærkeika,
þrungið af sannleika, vegsemd og náð!

2. Eitthvað þó græti mig, aldrei þú lætur mig
burt frá þér, herra, mig huggar þitt nafn.
Hati þó heimur mig, herra, þú geymir mig
inn við þitt hjarta og nefnir mitt nafn.

3. Bölinu eyðirðu, barnið þitt leiðirðu,
heyrir þess bæn og á höndum það ber.
Vegi úr víki minn vilji, en ríki þinn,
meðan ég gestur og gangandi´ er hér.

4. Helgasti hreinasti, huggarinn einasti,
hjartanu gefurðu heilagleik þinn.
Frelsar frá hættunum, freistingavættunum,
leiðir mig síðast í lífsfögnuð inn.

Ole T. Moe – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi