Hér skiptast tímar
1. Hér skiptast tímar, öld og ár
og auðna, fár og gleði´ og tár
og óðar dagsins öll er stund
þá eru rokkin sund.
Kór: En Drottinn sami dag hvern er,
hinn dýrðlegasti vinur mér.
Hans náðardjúpa undra ást
hún aldrei neinum brást.
2. Brátt hnígur sól mín hinsta sinn
og hljóðnar gígjustrengur minn.
En ofar skýjum á ég spor
og eilíft lofsöngs vor.
3. Þá sé ég þreyða Síonborg
í sólroða, og gleymd er sorg.
Þar á hver dagur ekkert kvöld,
en árgeislanna tjöld.
4. Um morgundægrin mild og löng
við Móse og við lambsins söng
ég stilli mína hörpu hátt
og heiðra Guð minn dátt.
Anton Nilsson – Ásmundur Eiríksson
og auðna, fár og gleði´ og tár
og óðar dagsins öll er stund
þá eru rokkin sund.
Kór: En Drottinn sami dag hvern er,
hinn dýrðlegasti vinur mér.
Hans náðardjúpa undra ást
hún aldrei neinum brást.
2. Brátt hnígur sól mín hinsta sinn
og hljóðnar gígjustrengur minn.
En ofar skýjum á ég spor
og eilíft lofsöngs vor.
3. Þá sé ég þreyða Síonborg
í sólroða, og gleymd er sorg.
Þar á hver dagur ekkert kvöld,
en árgeislanna tjöld.
4. Um morgundægrin mild og löng
við Móse og við lambsins söng
ég stilli mína hörpu hátt
og heiðra Guð minn dátt.
Anton Nilsson – Ásmundur Eiríksson