Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Herra Jesús, hve indælt

1. Herra Jesús, hve indælt er mér
það að elska og tilbiðja þig.
Ó, hve dýrðlegt að dvelja hjá þér,
inn í dýrð Guðs er leiðir þú mig.

Kór: Jesús kær, þökk sé þér,
ó, hve dásamleg dýrð bíður mín!
Jesús kær, þökk sé þér,
ó, hve dásamleg dýrð bíður mín!

2. Við Guðs himneska hátignarstól,
aldrei hníga þar tár mér af brá.
Skín þar elskunnar eilífa sól,
og Guðs börnin þar gullhörpur slá.

3. Ó, hve sæll, þegar svartnættið dvín,
mun ég sjá þig, minn frelsari kær.
Mér þín ásjóna alfögur skín,
og um eilífð þá dvel ég þér nær.

Andreas Fernholm – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi