Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Heyr hve Jesús

1. Heyr, hve Jesús hlýtt og milt þig kallar:
,,Hver vill fylgja mér á akurinn?
Hugsið um þær harmasálir allar,
hver vill flytja náðarboðskap minn?”

Kór: :,: Tala Guð :,:
Veit mér kraft að vinna fyrir þig.
:,: Tala Guð. :,:
Hér er ég, ó, herra, sendu mig!

2. Helgur Guðs þjónn hrærður forðum sagði:
,,Hér er ég, ó, Drottinn, sendu mig.”
Og sitt líf á altarið hann lagði
eins ger þú og Guð mun helga þig.

3. Hundruð þúsund heiðingjanna deyja
hjálpræðis Guðs án, í neyð og sorg.
Viltu´ ei fara, vinur, þeim að segja
veginn heim í lífsins fögru borg?

4. Uppskeran á enda senn er liðin
allir verkmenn Drottins fá sín laun.
Guðs son mælir: ,,Guðs í dýrðarfriðinn
gakk þú inn, sem trúr mér varst í raun.”

Höfundur óþekktur – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi