Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Heyr, ó, faðir

1. Heyr, ó, faðir, þinn hóp, sem þig biður
og sem heitorð þín treystir á.
Send þú heilaga himindögg niður
í þau hjörtu, sem blessun þrá.

Kór: Send oss hjálpræðisstrauma frá himnarann
yfir hrjóstrug og sviðin lönd.
Sigra hjörtun, ó, Drottinn, og hvern einn mann
lát þér helgast af lífi og önd.

2. Og þau hjörtu, sem örmagna hníga
virstu´ að hugga, ó, Jesús kær.
Lát þá föllnu á fæturna stíga,
fölvan hörkveikinn endurnær.

3. Leys þá fanga, sem fjötrana bera
og oss forða þú drambi við.
Þá sem biðja lát blessun uppskera,
veit þeim bænasvar þitt og frið.

Elsa Eklund - Sigríður Halldórsdóttir.

Hljóðdæmi