Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Reykjavík international church

Hvað er Alþjóðakirkjan?

Í rúman áratug hefur verið boðið upp á kirkjustarf á ensku í Fíladeflíu. Þetta byrjaði smátt, með biblíuleshóp en í dag eru vel sóttar samkomur á ensku alla sunnudaga klukkan 14.00. Samkomurnar fara fram í aðalsal kirkjunnar.
Það er mjög fjölbreyttur hópur sem sækir þessar samkomur. Sumir eiga heima á Íslandi meðan aðrir eru á landinu í skemmri tíma. Samfélagið klukkan 14.00 einkennist af því að þar finnur fólk sig heima og mikil eining er í fjölbreytninni.

Á samkomunum er boðið upp á barnastarf.
Eftir samkomur er alltaf samfélag og kaffi í kaffisal kirkjunnar.

Alla miðvikudaga klukkan 19.00 eru bænastundir á ensku í fundarherberginu sem er í andyrri jarðhæðar hússins.