Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Himnaklukkur hljómið

1. Himnaklukkur, hljómið! hér er gleðistund.
Barn sem villtist út á eyðihjarn,
heim til föðurhúsa flýr á Drottins fund,
faðmar Guð sitt kæra, þreytta barn.

Kór: Góðir englar himna hörpur slá,
heilög gleði skín á þeirra brá.
Syngur dýrðarhæða sæla, frjálsa lið,
söng, er líkist þúsund vatna nið.

2. Himnaklukkur, hljómið! hér er gleðistund.
Hann, sem villtist út á eyðihjarn,
hefir loksins vaknað hér af syndablund,
endurfæddur er hann Drottins barn.

3. Himnaklukkur, hljómið! hátíð er í dag.
Ó, þú hersveit engla ljósi klædd,
syng þú gleðisöngva, syng þú dýrðarlag,
því að dýrmæt önd er endurfædd.

W. O. Cushing. – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi