Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hirðirinn góði

1. Hirðirinn góði heitt þig elskar,
hann út um auðnir leita vill þín.
Mildur og blíður kallar, kallar:
,,Kom þú, ó, frávillti sauður, til mín”.

Kór: Jesús þín leitar, Jesús þig kallar,
Jesús þig elskar, ó, kom til hans nú.
Tef þú ei lengur, hrópa af hjarta:
Herra Guð, til þín kem ég í trú.

2. Frelsarinn góði bíður, bíður,
blíða og náð úr augum hans skín.
Hvað eftir annað hátt hann hrópar:
,,Harmþrungni syndari, kom þú til mín.”

3. Eftir þér Jesús ennþá bíður,
oft þó hans miskunn hafir þú smáð.
Kom, fyrr en lífssól heið er hnigin,
höndlaðu eilífa gleði og náð.

4. Himinsins englar góðir gleðjast,
Guðs ef þú leita vildir í trú.
Samfagna mun þér hersveit himna
hjálpræðið eilíft ef meðtekur þú.

Fanny Crosby - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi