Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hjarta mitt og huga gleður

1. Hjarta mitt og huga gleður
herrans Jesú frelsisverk.
Allt vér megnum í hans krafti,
eilíf er hans hönd og sterk.
Ár og síð hans elska ljómar
yfir syndum spillta jörð.
Honum vér af hjarta syngjum
heiður, lof og þakkargjörð.

2. Ég er fast við Jesú bundinn,
ég er hans með lífi og önd,
má því enginn máttur slíta
mig, úr Jesú náðarhönd.
Ég er sæll í Jesú Kristi,
ég er himnakonungs barn,
og hann gaf mér eilíft frelsi,
ó, hve hann er náðargjarn.

3. Aldrei Jesú elska kólnar,
Allt hún vermir líkt og sól.
Mikil er hans miskunnsemi,
mér hann veitir frið og skjól.
Og hjá honum hef ég fundið
himinperlu sannleikans,
líf og gleði, ljós og frelsi,
lofað veri nafnið hans.

Thorwald Löve – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi