Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hljómar enn um höf og lönd

1. Hljómar enn um höf og lönd,
:,: lambið Guðs.:,:
Hjálpráð veitir hrelldri önd.
:,: Lambið Guðs.:,:
Sýkn er ég við sárin þín,
syndin fyrirgefin mín.
Guðs í himin gaf mér sýn.
:,: Lambið Guðs. :,:

2. Hæða ennþá heimsins menn
:,: lambið Guðs, :,:
lasta, spotta, lemstra enn
:,: lambið Guðs. :,:
Þó er blóð þess lífsins lind,
lækning Guðs á augu blind,
heilagt ber það heimsins synd.
:,: Lambið Guðs. :,:

3. Sjáið blóðugt, sært og pínt
:,: lambið Guðs, :,:
þjakað, slegið, þyrnum krýnt
:,: lambið Guðs. :,:
Það var fyrir þína synd
þessa bar það píslar mynd.
Ástar Guðs þér opnar lind
:,: Lambið Guðs. :,:

4. Líf mitt allt skal lofa þig,
:,: lambið Guðs. :,:
Geng ég fús þinn grýtta stig
:,: lambið Guðs. :,:
Feta ég þín fast í spor,
fastar, meir sem krefur þor,
uns ég lít við efstu skor.
:,: Lambið Guðs. :,:
Ásmundur Eiríksson.

Hljóðdæmi