Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Horf þú upp

1. Horf þú upp, sem herrans bíður,
hópur Krists, í von og trú.
Drottinn senn þér birtist blíður,
brátt til skýja lyftist þú.
Bíður Jesú brúður kæra,
bíður hljóðlát frelsarans,
uns hún sér hans auglit skæra
upphafinn til dýrðarranns.

2. Yfir heiminn alda flæðir,
eins og fyrr á Nóa tíð.
Lögbrotin og lestir skæðir,
lastmælin og spott og stríð.
Nói hræddist heljar voða,
hlýddi Guði´ og örk til bjó,
eins mun blóðið okkur stoða
aðskilin frá heimi þó.

3. Kannske tár á kinnum blika,
kæra brúður frelsarans.
Þú mátt samt ei hræðast, hika,
hlýð þú örugg boðum hans.
Þú, ó, faðir, storminn stillir,
styrk og svölun veitir mér.
Himnafriði hjartað fyllir,
heiður, lof og dýrð sé þér!

Arnulf Kyvik - Sigríður Halldórsd.

Hljóðdæmi