Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hreinsa mig, Drottinn

1. Hreinsa mig, Drottinn, sem hreinfallinn snjó,
hyldýpið niður í syndin mig dró.
Blóðið þitt aðeins það bjargar mér eitt.
bros þín og ást færðu sál minni veitt.

Kór: Ó, hreinsa mig hreinan sem snjó,
heyr mína bæn, þú, sem valdið átt nóg.
Blæðandi á krossi, boðarðu fró,
blóðið þú gafst, þvo mig hreinan sem snjó!

2. Hreinsa mig, Drottinn, sem hreinfallinn snjó,
hygg minni´ að bæn, sjá, hve gatan er mjó!
Vernda mig, Jesús, við brjóst þitt sem barn,
brautina greið mér um ævinnar hjarn.

3. Hreinsa mig, Drottinn, sem hreinfallinn snjó,
hann vil ég líta, sem fyrir mig dó.
Auktu mér náð, svo ég þroskist í þér.
Þar er mitt ættland, sem himinninn er.

4. Hreinsa mig, Drottinn, sem hreinfallinn snjó,
helgun mér gefðu og fulltingi nóg.
Fjöldinn að sjái þitt frelsunarverk
fullkomið. - Elskan, sem dauðinn er sterk.

Eliza E. Hewitt – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi