Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hrópað mun eitt sinn

1. Hrópað mun eitt sinn, sjá, Kristur hann kemur,
kall það mun heyrast frá póli til póls.
Ýmsa það gleður, en aðra það kremur,
inni´ í jarðhellum þeir leita sér skjóls.

2. Vakið, því sagði´ ann, þið vitið ei daginn,
vitið ei stundina, þegar ég kem.
Langnætti máske, þá leiftrar um bæinn
ljósið frá himnum, því gætni þér tem.

3. Meyjarnar tíu, svo guðspjallið greinir
gengu út allar, en fimm skildar samt
eftir í myrkri, því aðeins skír-hreinir
upp verða hrifnir, þess bíða þarf skammt.

4. Drottinn, ég bið, að ég daglega vaki
dyr þínar við, eins og þjóninum ber,
Svo þótt þér dveljist, ég samt eigi blaki
samþjónum við, en ég helgist æ þér.

Ásmundur Eiríksson.

Hljóðdæmi