Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hvar er mitt barn

1. Hvar er mitt barn á braut í kvöld?
Það barn sem ég heitast ann?
Og gaf mér fyrr sína gleðifjöld,
ég gleyma því aldrei kann.

Kór: :,: Á barn mitt ég kalla´ í kvöld :,:
Ó, komdu heim senn, því ég elska þig enn!
Á barn mitt ég kalla´ í kvöld.

2. Líf þess var hreint, sem ljóssins dögg,
er lék það við móðurkné.
Og brosin svo hrein og blíð og glögg,
nú býr það við synd og spé.

3. Þrái ég sárt mitt sorgarbarn,
er sveimar nú stað úr stað.
Ó, sækið það út á syndahjarn
og segið, ég elski það.

Robert Lowry – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi