Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hvar finnum vér

1. Hvar finnum vér huggun og himneska fró?
Hjá Jesú, aðeins hjá Jesú.
Hvar finnum vér gleði og frelsi og ró?
Hjá Jesú, aðeins hjá Jesú.

Kór: Hjá Jesú, hjá Jesú ég uni mér nú,
í  elsku von og trú.
Það vita þeir einir, er sjálfir það reyna,
hve sælt er að elska Jesúm.

2. Hvar finnum vér heilaga lífsvatnsins lind?
Hjá Jesú, aðeins hjá Jesú.
Hvar finnum vér frelsun frá sorg og frá synd?
Hjá Jesú, aðeins hjá Jesú.

3. Hvar finnum vér hvíld, þegar hjartað er þreytt?
Hjá Jesú, aðeins hjá Jesú.
Hvar finnum vér kraftinn, sem vörn fær oss veitt?
Hjá Jesú, aðeins hjá Jesú.

4. Hvar munu þeir frelsuðu fagnandi sjást?
Hjá Jesú, heima hjá Jesú.
Hvar lifa þeir saman í eilífri ást?
Hjá Jesú, heima hjá Jesú.

N. L. Ridderhof - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi