Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hve dýrmæt er

1. Hve dýrmæt er Guðs undra náð,
sem upp mig hóf úr synd.
Ég týndur var, mitt reikult ráð,
var ræfill, sál mín blind.

2. Í hjartað sendi náðin neyð,
úr nauðum hún mig tók.
Hve mér var náðin helg og hrein,
sem hjartans fögnuð jók.

3. Úr þrautum, snörum, hættum hér,
mig hefur frelsað náð.
Og náðin Drottins nægir mér,
hún nær á himnaláð.

4. Og kominn heim á ljóssins lóð,
við lítum herran Krist.
Og syngjum honum siguróð,
í sælli himnavist.

John Newton – Sæmundur G. Jóhannesson

Hljóðdæmi