Hve sælt að gleðjast
1. Hve sælt að gleðjast í Guði hér
og ganga´ á sannleikans vegi.
Hans nafn er ljós það, sem lýsir mér,
hans loforð bregðast mér eigi.
Hjá bjargi aldanna er mitt skjól,
þar eilíf ljómar mér friðarsól.
Með sanni hér ég segi þér:
Þar er svo indælt að vera.
2. Þótt æði stormurinn allt í kring
og ýfist bárur á straumi,
Jesú nafni minn söng ég syng
í sælum unaðardraumi.
Hjá bjargi aldanna er mitt skjól,
og aldrei skyggir þar fyrir sól.
Með sanni hér ég segi þér:
Þar er svo indælt að vera.
3. Hið stranga lögmál og syndasekt
ei særir anda minn framar,
því allt mitt líf er svo yndislegt,
og enginn harmur mig lamar.
Hjá bjargi aldanna finn ég fró,
þar friður drottnar og heilög ró.
Með sanni hér ég segi þér:
Þar er svo indælt að vera.
4. Hjá bjargi aldanna finn ég frið,
þar finnst ei skortur né mæða,
þar brautin fögur mér blasir við
til blárra eilífðar hæða!
Þar finnst ei sorg eða sjúkdómsneyð,
þar sólin ljómar svo björt og heið.
Með sanni hér ég segi þér:
Þar er svo indælt að vera.
Otto Witt – Þýðandi óþekktur
og ganga´ á sannleikans vegi.
Hans nafn er ljós það, sem lýsir mér,
hans loforð bregðast mér eigi.
Hjá bjargi aldanna er mitt skjól,
þar eilíf ljómar mér friðarsól.
Með sanni hér ég segi þér:
Þar er svo indælt að vera.
2. Þótt æði stormurinn allt í kring
og ýfist bárur á straumi,
Jesú nafni minn söng ég syng
í sælum unaðardraumi.
Hjá bjargi aldanna er mitt skjól,
og aldrei skyggir þar fyrir sól.
Með sanni hér ég segi þér:
Þar er svo indælt að vera.
3. Hið stranga lögmál og syndasekt
ei særir anda minn framar,
því allt mitt líf er svo yndislegt,
og enginn harmur mig lamar.
Hjá bjargi aldanna finn ég fró,
þar friður drottnar og heilög ró.
Með sanni hér ég segi þér:
Þar er svo indælt að vera.
4. Hjá bjargi aldanna finn ég frið,
þar finnst ei skortur né mæða,
þar brautin fögur mér blasir við
til blárra eilífðar hæða!
Þar finnst ei sorg eða sjúkdómsneyð,
þar sólin ljómar svo björt og heið.
Með sanni hér ég segi þér:
Þar er svo indælt að vera.
Otto Witt – Þýðandi óþekktur