Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hve sælt að koma

1. Hve sælt að koma heim til hans,
þá hérvist endar ströng.
Þar himins englar heilsa oss
með helgum gleðisöng.

Kór: Guðs englar fagna munu mér,
þeir munu einnig fagna þér.
Já, þeir heilsa oss öllum með helgum söng,
með helgum gleðisöng:
Velkominn heim! Velkominn heim!

2. Þar stendur hirð við hástól Guðs,
svo hrein og frjáls og góð,
sem alla tíð í sólarsal
þar syngur fögur ljóð.

3. Vér komum senn á ljóssins land,
þá leiðin endar ströng.
Þar heilög Guðs börn heilsa oss
með helgum gleðisöng.

4. Vér munum sjá hann sjálfan þar
á  Síons bjarta tind.
Og himinsæl vér horfum þar
á herrans Jesú mynd.

Höfundur óþekktur – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi