Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hve undravert frelsi

1. Hve undravert frelsi og eilífðar hlé
ég á nú við frelsarans sár.
Hér hreinsun ég fékk við þau heilögu vé,
hér hurfu mér sár jafnt og tár.

Kór: Hve undravert frelsi og eilífðar hlé
ég á nú í trú við þau heilögu vé.
Hér guðlegur himinn mér geislar svo blár,
minn griðastað hef ég við frelsarans sár.

2. Ef frelsarinn ennþá ei fundinn er þér,
þá farðu og leita hans þar,
sem hópurinn litli og hjörðin Guðs er.
Þar himinninn gefur þér svar.

3. Hvert tár og hvert sár þitt, sem ólæknað er
fær algræðslu brjóst Jesú við.
Sjá, Guðs son, er merkin frá Golgata ber,
hann gefur þér eilífan frið.

4. Er loks sé ég Jesúm við lífsvatnsins flóð,
þá leika ég hörpuna kann
og sigrandi glaður ég syng um hans blóð
er sál minni himininn vann.

Lewi Pethrus – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi