Hve vandskilin
1. Hve vandskilin er mér oft viska Guðs hér.
En veginn, sem bendir hann mér
alls óhræddur geng ég og öruggur fer
því eflaust sá bestur mér er.
2. ,,Í dalnum, ó, barn mitt, þér dylst oft mitt ráð,
en dul sú hún hverfur eitt sinn,
þá sannfærist þú og munt sjá, það var náð,
að svona lá vegurinn þinn.”
3. Mörg hundruðin vagna, ó, herra, þú átt
og hvern þann sem velur þú mér,
er alveg hið sama, því önd mín er sátt
að eiga þar sæti með þér.
4,. Sem Elía forðum hann fékk sinn Guðs vagn
og fór í til lífsstranda heim,
svo vagninn minn einnig mun vinna sitt gagn,
þó verði´ ei með eldljóma þeim.
5. Svo hugrór ég bíð því með hlutskiptið mitt
uns ,,Hversvegna?” svörin öll fær.
Mitt hjarta er ánægt með hjálpræði þitt
ef himninum færist ég nær.
Emil Gustavsson – Ásmundur Eiríksson
En veginn, sem bendir hann mér
alls óhræddur geng ég og öruggur fer
því eflaust sá bestur mér er.
2. ,,Í dalnum, ó, barn mitt, þér dylst oft mitt ráð,
en dul sú hún hverfur eitt sinn,
þá sannfærist þú og munt sjá, það var náð,
að svona lá vegurinn þinn.”
3. Mörg hundruðin vagna, ó, herra, þú átt
og hvern þann sem velur þú mér,
er alveg hið sama, því önd mín er sátt
að eiga þar sæti með þér.
4,. Sem Elía forðum hann fékk sinn Guðs vagn
og fór í til lífsstranda heim,
svo vagninn minn einnig mun vinna sitt gagn,
þó verði´ ei með eldljóma þeim.
5. Svo hugrór ég bíð því með hlutskiptið mitt
uns ,,Hversvegna?” svörin öll fær.
Mitt hjarta er ánægt með hjálpræði þitt
ef himninum færist ég nær.
Emil Gustavsson – Ásmundur Eiríksson