Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hversu dýrðleg er mér

1. Hversu dýrðleg er mér samfylgd hans,
er dó hér fyrir mig,
dýrðarhiminn það er fjær og nær.
Því að hann er orðinn hlutdeild mín
og hjálp á ævistig,
herrann Jesús ljóma´ á veginn slær.

Kór: :,: Ó, hve dýrðleg er mér samfylgd hans. :,:
Götu mína greiðir hann gegnum dal og fjallarann,
ó, hve dýrðleg er mér samfylgd hans!

2. Það er dýrðlegt, þó að dimmir skuggar
dreifi sér um storð,
dýrðlegt er að biðja´ og trúa þá.
Því að Jesús sjálfur birtir þér sitt ástarríka orð,
aftur færðu himininn að sjá.

3. Ó, hve dýrðleg verður samfylgd hans
á sælli himinsströnd,
sjálfan hann að líta´ um eilífð þá.
Ó, hve dýrðleg verður samvist hans
um lífsins björtu lönd
ljóssins börn hvar aldrei skilið fá.

Avis M. Burgeson - Sigríður Halldórsdóttir.

Hljóðdæmi