Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hvílir sál þín glöð

1. Hvílir sál þín glöð í faðmi frelsarans?
Ertu þveginn í lambs dreyra lind?
Treystir þú á mildiríka miskunn hans?
Ertu þveginn í lambs dreyra lind?

Kór: Er þín sál orðin hrein?
Ertu þveginn í lambs dreyra lind?
Er þín skikkja fáguð hvít og hrein sem snjór?
Ertu þveginn í lambs dreyra lind?

2. Gengur þú hvern dag í trú við herrans hlið?
Ertu þveginn í lambs dreyra lind?
Finnur þú í honum líf og hvíld og frið?
Ertu þveginn í lambs dreyra lind?

3. Þegar Drottinn kemur, munu klæði þín
vera þvegin í lambs dreyra lind?
Mun þinn Guð þá taka þína sál til sín?
Ertu þveginn í lambs dreyra lind?

4. Leggðu frá þér töturklæðin syndasvört,
kom og þvo þig í lambs dreyra lind,
svo þín brúðkaupsskikkja verði skír og björt,
kom og þvo þig í lambs dreyra lind.

E. A. Hoffman - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi