Hvíta akra
1. Hvíta akra bylgjar blærinn,
brenna öx í sólarglóð.
Tökum gullvæg tækifærin,
tökum akurlöndin góð.
Kór: Uppskerunnar æðsti herra,
uppvek sanna verkamenn.
Þá, sem vilja þjóna, fórna,
það er boðið mikla enn.
2. Vek þú, Drottinn, verkmenn þína,
vek upp hrausta árdagsmenn.
Vek upp miðdagsmenn, er sýna
manndóm nú, -- það kvöldar senn.
3. Hlýð þú, vin, ef herrann kallar
hér á þig til verks í dag.
Drottinn greiðir götur allar,
greiðir laun við sólarlag.
T. H. Thompson – Ásmundur Eiríksson
brenna öx í sólarglóð.
Tökum gullvæg tækifærin,
tökum akurlöndin góð.
Kór: Uppskerunnar æðsti herra,
uppvek sanna verkamenn.
Þá, sem vilja þjóna, fórna,
það er boðið mikla enn.
2. Vek þú, Drottinn, verkmenn þína,
vek upp hrausta árdagsmenn.
Vek upp miðdagsmenn, er sýna
manndóm nú, -- það kvöldar senn.
3. Hlýð þú, vin, ef herrann kallar
hér á þig til verks í dag.
Drottinn greiðir götur allar,
greiðir laun við sólarlag.
T. H. Thompson – Ásmundur Eiríksson