Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hvort heldur ég vermist

1. Hvort heldur ég vermist af hamingju sól
eða harmanna tæmi ég skál.
Hjá þér, ó, minn Guð, finn ég gleði og skjól.
Ó, hve glöð, ó, hve frjáls er mín sál!

Kór: Ó, hve sæl er mín sál,
ó, hve sæl er mín sál í dag!

2. Mig Satan vill draga frá sælunnar braut
í  syndanna freistandi tál
en blóðið úr lausnarans lífsæðum flaut
og hann leysti frá neyð mína sál.

3. Ég fagnandi horfi í himininn inn,
nú hata ég syndanna tál.
Ég elska þig, líknsami lausnari minn,
og þig lofar og tignar mín sál.

4. Frá himni þú kemur, ó, heilaga stund,
þá heyri ég englanna mál.
Þá lúðurinn hljómar, ég flý á þinn fund
ó, hve frjáls, ó, hve glöð er mín sál.

H. G. Spafford - Jónas S. Jakobsson.

Hljóðdæmi